Sykursýki

Fræðsluefni, uppskriftir og fleira
Greinar

Fyrsta frumuklasa ígræðslan í Quebec

Hópur vísindamanna við McGill University Health Centre hafa framkvæmt fyrstu frumuklasa ígræðsluna í Quebec. Aðgerðin sem tók aðeins klukkustund fór þannig fram að frumuklösum úr brisi látins einstaklings var sprautað beint í lifur sjúklingsins, miðaldra konu með sykursýki tegund 1. Þessir frumuklasar eru frumurnar sem framleiða insúlín, en þeir sem eru með sykursýki 1 framleiða ekkert insúlín.

Með þessum hætti byrjar brisið aftur að framleiða insúlín og þarf sjúklingurinn því ekki lengur að sprauta sig með insúlíni lengur. Fyrir 5 árum hafði þessi sama kona fengið lifrar- og brisígræðslu en ónæmiskerfið hennar hafnaði brisinu. Hún þurfti því að halda áfram að sprauta insúlíni oft á dag og byrjaði að fá of lágan blóðsykur sem olli því að hún þurfti m.a. að hætta að keyra af ótta við að hún myndi missa meðvitund við keyrsluna.

Hún var alltaf þreytt og svaf mikið og var hún komin með samviskubit af því að fjölskyldan hennar þurfti að sjá mikið um hana. Núna er hún allt önnur og hefur orku til að lifa eðlilegu lífi.

Þetta er sannarlega góð framför og vonandi að maður sjái fleiri fréttir í líkingu við þessa á næstunni.
Greinina í heild má finna á Montreal Gazette