Sykursýki

Fræðsluefni, uppskriftir og fleira
Greinar

Hvernig hefur sykursýki áhrif á andlega heilsu?

Flestir líta á sykursýki sem líkamlegt ástand og hafa aldrei leitt hugann að andlega hlutanum af því að lifa með sjúkdómnum. 

Sumir með sykursýki eru jafnvel hissa að það séu til samtök eins og CDMH [Center for Diabetes & Mental Health] sem leggja áherslu á sykursýki og andlega heilsu. Margir vita að það er erfitt að lifa með sykursýki en eru hissa að heyra að áhyggjuefni þeirra eru í raun (því miður) algeng. Hvað er það við sykursýki sem er svona erfitt?

Ég [höfundur greinarinnar: Mark Heyman, PhD] hef tilhneigingu til að hugsa um sykursýki og andlega heilsu í mjög víðu samhengi. Á meðan sumir sykursjúkir glíma við andleg heilsuvandamál (tengdum því að vera með sykursýki eða ekki), þá eru margir aðrir sem glíma við mjög raunveruleg vandamál sem mæta ekki endilega þeim (stundum handahófskenndu) kröfum fyrir greiningu geðsjúkdóma.

Sálfræði snýst um að greina hvernig aðstæður, tilfinningar og sambönd í lífi okkar tengjast og hafa áhrif á hegðun okkar. Ég [höfundur greinarinnar: Mark Heyman, PhD] held að þessi skilgreining veiti okkur ramma sem við getum notað til að ræða hvernig sykursýki hefur áhrif á andlega heilsu.

 

Aðstæður

Sykursjúkir stjórna sjúkdómnum sjálfir að því leiti að sjúklingurinn, ekki læknirinn, ber ábyrgð á því að hugsa um heilsuna. Sykursýki felur í sér að taka tíðar ákvarðanir, stundum upp á líf og dauða og undir stressandi og líkamlega óþægilegum aðstæðum.

Að auki er meðferð sykursýki stöðug og getur virst yfirþyrmandi. Ef að þú eða einhver náinn þér er með sykursýki taktu þá smá tíma og hugsaðu um öll skrefin sem að sá einstaklingur þarf að taka til að meðhöndla sykursýkina á hverjum degi. Hvað á að borða, hversu mikið insúlín á að taka, hvenær (eða hvort) ætti að stunda hreyfingu, hvernig ætti að túlka blóðsykursmælingar, hversu mikið af kolvetnum þarf til að rétta af lágan blóðsykur o.s.frv. Ákvarðanir og hegðun í framhaldi (og afleiðingar þeirra) eru mikilvægir þættir í meðhöndlun sykursýki. Þó getur það orðið yfirþyrmandi að gera allt sem þarf að gera til að stjórna sjúkdómnum og það er venjulega ekki skemmtileg tilfinning.

 

Tilfinningar

Margir sykursjúkir vita að það að hafa sjúkdóminn getur valdið óskemmtilegum og óþægilegum tilfinningum. Ein spurning sem ég [höfundur greinarinnar: Mark Heyman, PhD] fæ oft er af hverju það sé svona erfitt að lifa með sykursýki og hvað valdi þessum neikvæðu tilfinningum. Því miður er ekki auðvelt að svara þessari spurningu. Að greinast og lifa með krónískum sjúkdóm eins og sykursýki getur verið mjög erfitt og eins og fyrr var nefnt það að halda öllu í jafnvægi til að lifa góðu lífi með sykursýki getur verið yfirþyrmandi. Jafnvel þó að þú gerir allt sem þú “ættir” að gera þá getur sykursýki verið ófyrirsjáanleg og pirrandi.

Þó að þú getir ekki gert allt sem þú “ættir” að gera getur það valdið kvíða, sektarkennd og jafnvel vonleysi; og við höfum ekki einu sinni ennþá talað um andlegu áhrifin af því líða ekki vel.  Eins og sjá má þá er ekkert auðvelt svar við þessari spurningu því að sykursýki er jú flókin.

 

Sambönd

Sykursýki getur haft mikil áhrif á hvernig sykursjúkir lifa daglegu lífi og hafa samskipti við heiminn. Þetta getur verið sérstaklega krefjandi þegar kemur að samböndum við fjölskyldu og vini. Stress og aðrar neikvæðar tilfinningar geta haft áhrif á getuna til að vera til staðar í samböndum, og stundum getuna til að vera í sambandi yfir höfuð – og það er án þess að taka sykursýkina inní jöfnuna. Sambönd eru  mikilvægur hluti af mannlegri veru jafnt sem geðheilsu hjá mörgum. Þegar sykursýki hefur áhrif á sambönd, og hún gerir það, getur það valdið verulegum vandræðum.

 

Hegðun

Ég [höfundur greinarinnar: Mark Heyman, PhD] trúi mikið á að allt sem við höfum talað um hingað til leiði aftur að hegðun. Fólk leitar oft aðstoðar við andleg heilsuvandamál vegna þess hvernig aðstæður þeirra, tilfinningar eða sambönd hafa áhrif á hegðun þeirra. Það að vera með sykursýki og stressið sem veldur því (aðstæðurnar), hvernig það lætur þér líða (tilfinningarnar) og áhrifin sem það hefur á samband þitt við aðra skarast og getur stundum gert það erfitt að hegða þér eins og þú vilt. Fyrir suma þýðir þetta að halda sig við góða lífshætti, fylgja ráðum sérfræðinga og hugsa vel um heilsuna. Fyrir aðra veldur þetta svo miklu þunglyndi, kvíða og hjálparleysi að þeir eiga erfitt með að stundu vinnu, skóla eða gera hluti sem þeir njóta. Enn fyrir aðra veldur sykursýki streitu eða átökum í sambandi sem gerir það erfitt að vera góður og umhyggjusamur vinur. Fyrir enn aðra er þetta blanda af öllum þessum vandamálum og fleiru sem við höfum ekki rætt hér.

Jafnvel þó að samspil sykursýki og andlegrar heilsu sé flókið, vil ég [höfundur greinarinnar: Mark Heyman, PhD] fullvissa þig um að það er von. Það eru margir sem lifa hamingjusömu og ánægjulegu lífi og eru í ástríkum samböndum. Ef þú ert að glíma við sykursýkistengd stressvandamál, vertu viss um að það getur orðið betra.  En áður en við getum leyst vandamál er mikilvægt að hugsa  But before we can solve a problem, it’s important to think gagnrýnt og skilgreina það. Ég vona að þetta gefi þér góðan stað til að byrja.

 

Grein eftir Mark Heyman, PhD

Mark er stjórnandi Center for Diabetes and Mental Health (CDMH) á Solana Beach, Kaliforníu. Mark lauk PhD gráðu í klínískri sálfræði frá George Washington háskóla og lauk klínískri þjálfun hjá UCSD School of Medicine. Hann hefur lifað með Sykursýki tegund 1 í 16 ár. Hann er með vefsíðuna www.cdmh.org, og tístir á Twitter undir notendanafninu @DiabeticPsych.