Sykursýki

Fræðsluefni, uppskriftir og fleira
Greinar

Nýtt tæki lofar góðu fyrir þá sem eru með sykursýki 1

Í Kanada er verið að gera tilraunir á nýju tæki sem lofar góðu fyrir þá sem eru með sykursýki af tegund 1. Tækið sem er álíka þykkt og kreditkort er grætt undir húð sjúklingsins nálægt brisinu. Inni í tækinu eru stofnfrumur sem hafa verið forritaðar til að breytast í brisfrumur sem eru frumurnar sem stjórna blóðsykrinum.

JDFR (Juvenile Diabetes Research Foundation) í Kanada kosta rannsóknirnar og segja þeir að frumurnar séu hannaðar til að þroskast í líkamanum og byrja að framleiða insúlín sjálfar. Vonin er að með þessu takist að virkja frumurnar aftur en sykursýki af tegund 1 er ónæmiskerfissjúkdómur þar sem líkaminn ræðst á brisfrumurnar og drepur þær. Tækið er líka hannað til að verja frumurnar frá því að ónæmiskerfið ráðist á þær aftur.

Hingað til hafa tilrúnir á músum sýnt fram á að tækið virki vel en nú er verið að gera fyrstu tilraunir á fólki í Kanada. Tækinu hefur verið komið fyrir í einum Kanadamanni og verður spennandi að sjá hvað gerist. Takmarkið með rannsókninni er að meta öryggi tækisins til að sjá hvort líkaminn hafni því.

Að sjálfsögðu er þetta ekki alveg fullkomin lausn. Tækið er talið endast í 1 ár í einu en það gæti verið vel þess virði að “fá frí” frá sykursýkinni í ár í einu. Þeir sem eru með sykursýki 1 þurfa jú að stinga sig með nálum oft á dag, bæði til að mæla blóðsykurinn og sprauta insúlíni og er það hægara sagt en gert að halda blóðsykrinum alltaf innan marka.

 

Heimildir frá CTV news