Sykursýki

Fræðsluefni, uppskriftir og fleira
Greinar

Verslað á netinu: bækur, bolir og töskur fyrir sykursjúka

Ég versla alltaf á netinu af og til og langaði að deila með ykkur nokkrum vörum sem ég hef pantað á netinu og verið ánægð með.

Töskur

Clutch-open-brown Diabetic-Supply-Cases-angled

Fyrst ber að nefna þessa tösku frá Adorn Designs. Ég er alltaf með hana á mér og geymi í henni allt það helsta sem ég þarf yfir daginn fyrir sykursýkina. Hún er nógu lítil til að komast ofan í handtöskuna mína og nógu stór til að ég komi öllu fyrir sem ég þarf yfir daginn á skipulagðan hátt. Ég geymi í henni insúlínpennann, mælinn, strimlana fyrir mælinn, nálar o.s.frv.  og svo lítil box til að setja notaðar nálar og jellybeans ef ég verð of lág (mæli 20 gr og set í litla poka). Ég fylli svo á það sem þarf áður en ég fer út á morgnana.

 

Fyndnir bolir

Maður verður stundum að hugsa um sykursýki á léttu nótunum. Það eru til allskonar skondnir bolir á þessari síðu:

bolur01 bolur02

bolur03

bolur04

bolur05

 

Kælitöskur fyrir insúlín

insulintaska insulintaska02

Þegar maður er í miklum hita eða er að ferðast er nauðsynlegt að eiga kælitöskur til að insúlínið haldist við rétt hitastig. Ég fékk mér í sumar þessa hér sem heldur insúlínpenna á milli 16 og 25°C í allt að 5 daga. Ég fékk mér líka þessa hér sem heldur hitastiginu í 2-8°C í allt að 12 tíma. Hentugt t.d. fyrir flug.

 

Uppskriftabækur fyrir sykursjúka

Það þægilega við uppskriftabækur fyrir sykursjúka er að maður sér allar næringarupplýsingar eins og kolvetnamagn og trefjamagn og uppskriftirnar eru hollar. Allar uppskriftirnar sem ég hef prófað hingað til hafa verið góðar og þægilegar.

Diabetes comfort food

diabetes-comfort-food

Þessi er með allskonar uppskriftum að súpum, kjötréttum, grænmetisréttum, meðlæti, eftirréttum o.s.frv. Samtals 250 uppskriftir. Meðal þess sem ég hef prófað og hefur allt verið gott er: súrsætar kjötbollur, 20 mínútna chili, kjúklinga fajitas, taco pítur, kjúklingakarrý, gulrótarmöffins, banana- og hnetubrauð og ommeletta.

 

The Ultimate Diabetes Cookbook

the-ultimate-diabetes-cookbook

400 uppskriftir að morgunmat, snarli, brauðum, kjötréttum, grænmetisréttum, súpum, samlokum, meðlæti, sætindum… Þessi er sú fjölbreyttasta sem ég á og ég myndi mæla með henni ef þú ætlar bara að kaupa eina. Meðal rétta sem ég hef prófað eru: steikarsamlokur, svínaborgarar, grænmetistacos, grænmetismeðlæti, mangó- og svartbaunasalsa, kryddaðar hnetur og graskerskaka.

 

Magic foods

magic-foods

Þessi er með meiri fróðleik en hinar bækurnar um hvaða tegundir af mat eru góðar fyrir blóðsykurinn en það er töluvert af uppskriftum líka. Meðal uppskrifta sem ég hef prófað eru: bláberja- og haframjölsmöffins, grillað kjúklingasalat með appelsínum, sveppa- og kryddjurtapizza, baunachili, svartbauna- og sætkartöflu burritos.

 

Aðrar bækur

Think like a pancreas

think-like-a-pancreas

Think like a pancreas er mjög fróðleg og gagnleg fyrir þá sem eru með insúlínháða sykursýki. Hún er skrifuð af Gary Scheiner sem er sjálfur með sykursýki 1 og er sykursýkisleiðbeinandi. Hann talar m.a. um hvað hefur áhrif á blóðsykur, þrjá lyklana að góðri blóðsykurstjórn, hvernig á að stilla insúlínskammtana og í raun allt sem maður þarf að vita sem tengist insúlínháðri sykursýki.

 

Sugar linings

sugar-linings

Þessi bók er skrifuð af stelpu sem átti þann draum að fara með insúlínpumpuna sína á sviðið í Miss America keppninni til að vekja athygli á sykursýki. Hún hefur verið að gera góða hluti á samfélagsmiðlum, m.a. byrjaði hún #showmeyourpump átakið á Instagram. Þetta er meiri skemmtilesning en annað.