Sykursýki

Fræðsluefni, uppskriftir og fleira
Uppskriftir

Blönduð berja og ávaxta”súpa”

Ávaxtasúpa hljómar kannski skringilega, en þetta eru í raun ávextir með ávaxtasósu. Hollt og gott. Það kemur örugglega vel út líka að nota aðra ávexti. Mátulegt fyrir 4.

1/4 bolli appelsínusafi
1 msk sítrónusafi
3 msk sykur
2 meðalstórar nektarínur, steinninn fjarlægður og kjötið skorið í litla bita
3 meðalstórar plómur, steinninn fjarlægður og kjötið skorið í litla bita (ég fann ekki plómur og notaði jarðarber í staðinn)
1 bolli fersk bláber, skoluð
1 bolli fersk brómber, skoluð
2 msk frosið appelsínuþykkni
2 ísmolar*
1/2 bolli fitulaust vanillujógúrt
myntulauf til skrauts (má sleppa)

——————————–

1. Setjið appelsínusafann, sítrónusafann og sykurinn í stóra skál. Hrærið til að leysa upp sykurinn. Bætið ávöxtunum við og hrærið. Setjið 3/4 bolla af þessu í blandara ásamt appelsínuþykkninu og ísmolunum. Blandið vel þar til þetta er orðið “smooth”. Hellið þessu yfir ávaxtablönduna og hrærið öllu saman.

2. Setjið “súpuna” í litlar skálar eða fínt eftirréttaglas. Setjið smáslettu af jógúrti yfir og skreytið með myntulaufi. Berið strax fram eða kælið í ísskáp þar til þetta er borið fram. Einn skammtur er 1/2 bolli.

* Ef þið eigið nógu öflugan blandara þá getið þið bara sett klakana beint í. Annars getið þið sett þá í ziplock poka og lamið með kökukefli eða pönnu. Setið meiri klaka ef þið viljið hafa súpuna aðeins þykkari.

Næringarupplýsingar í einum skammti (1/2 bolli):
88 kaloríur, 2 gr prótein, 21 gr kolvetni, 2 gr trefjar, 0 gr samtals fita, 0 gr mettuð fita, 0 mg kólesteról, 10 mg sódíum