Sykursýki

Fræðsluefni, uppskriftir og fleira

Flokkur: Uppskriftir

Uppskriftir

Hnetusmjörsnammi með pekanhnetum og súkkulaði

Ég elska hránammi og það er afar þægilegt að eiga svona gúmmelaði í frystinum þegar manni langar í sæta bita eftir mat. Þetta getur maður borðað með góðri samvisku, í hófi að sjálfsögðu. Pekan lagið: 6 stórar, mjúkar döðlur (Medjool) 1/2 bolli ósaltað, hreint hnetusmjör 1 1/2 bolli pekanhnetur 1 tsk vanilluextrakt 1/4 tsk salt Súkkulaði lagið: 1/2 bolli dökkt […]


Uppskriftir

Hnetusmjörs- og súkkulaðismákökur

Þessar eru ansi góðar og eru hveitilausar, eggjalausar og vegan. Það er mjög fljótlegt og einfalt að gera þær. Þetta er uppskrift fyrir 12 stk en spurning að tvöfalda uppskriftina því þær eru fljótar að klárast. Alveg óþarfi að nota hrærivél í þetta, dugir að nota bara sleif og hræra með handafli. 1 msk möluð hörfræ 3 msk vatn 1/2 […]


Uppskriftir

Maríukaka – hollari útgáfa

Þetta er alveg hrikalega góð kaka, uppskrift frá Ebbu Guðnýju. Ég get vottað að þessi kaka hreyfir blóðsykurinn ekki mikið en haldið magninu þó í hófi 🙂 Hefðbundin Maríukaka inniheldur ansi mikið af sykri en Ebba breytti uppskriftinni til betri vegar og gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta hana. Uppskriftin er ekki flókin þó þetta séu nokkur skref. Ég […]


Uppskriftir

Sykurlitlar bollakökur

Bollakökur sem maður fær í bakaríum eru svo dísætar að ég á erfitt með að fá mér þannig lengur. Kolvetnamagnið fyrir eina þannig er oft álíka mikið og ég er að borða í heilli máltíð. Þá er betra að baka sjálfur og vita nákvæmlega hvað fer í kökurnar. Þessar eru góðar og setja blóðsykurinn ekki alveg í rugl. 220 gr heilhveiti […]


Uppskriftir

Sykurlaust kókoskonfekt

Þetta er tilvalið að eiga við höndina þegar manni langar í eitthvað sætt en vill ekki sprengja kolvetnakvótann. Það er líka hægt að gera þetta meira lúxus og hjúpa bitana með dökku súkkulaði. 3 msk kókosolía 3 msk erythritol 3 msk sykurlaus möndlumjólk 5-6 dropar kókos- eða vanillu stevia ca 12 msk kókosmjöl ————- Bræðið kókosolíu, erythritol, möndlumjólk og steviu […]


Uppskriftir

Afrísk hnetusúpa

Æðislega góð súpa sem er frábær til að hlýja sér á köldum haustkvöldum. Hún er glútenfrí, vegan og allskonar holl. 1 tsk ólífuolía 1 meðalstór laukur, smátt skorinn 3 hvítlauksgeirar, kramdir 1 rauð paprika, smátt skorin 1 jalapeno, fræhreinsað (ef vill) og smátt skorið (má sleppa ef þið viljið ekki sterkt) 1 meðalstór sæt kartafla, skræld og skorin í litla teninga […]


Uppskriftir

Öðruvísi kjúklingaborgari

Þessi kjúklingaborgari er ekki alveg hefðbundinn en í honum eru m.a. epli og fennelfræ sem gefa svolítið öðruvísi bragð. Maður finnur ekki mikið fyrir eplunum samt. Ég fékk útúr þessu 4 borgara. 2 tsk kókosolía 1 lítill laukur, smátt skorinn (um 1 bolli) 1 epli, rifið (í matvinnsluvél ef þið eigið þannig til að flýta fyrir) 450 gr kjúklingahakk (ef það […]


Uppskriftir

Holl og heit indversk linsubaunasúpa

Linsubaunir innihalda góð kolvetni og mikið af trefjum og hafa góð áhrif á blóðsykurinn. Þetta eru 4 skammtar. 250 gr rauðar linsubaunir 1 laukur 1 rauð paprika 1 msk olía 1/2 dós kókosmjólk 1 msk appelsínuþykkni 1/2 msk karrý 1 tsk túrmerik 1 búnt ferskt kóríander 1/2 l vatn ———————————- Skolið linsubaunirnar vel og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum. Skerið laukinn og paprikuna […]


Uppskriftir

Undrakúlur

Þessar eru mjög einfaldar og meinhollar. Í þeim eru hafrar og hnetusmjör sem hafa góð áhrif á blóðsykurinn og í þeim eru líka hörfræ sem innihalda omega 3 fitusýrur og chia fræ sem er ofurfæða. Þær eru sætaðar með hunangi eða agave, ég notaði agave í þetta sinn. Maður þarf ekki að hafa samviskubit yfir að fá sér þetta gotterí. […]


Uppskriftir

Bláberja- og haframjöls múffur

Með því að sameina hafra og bláber þá erum við komin með ofur-morgunmat. Hafrar innihalda leysanlegar trefjar sem lækka blóðsykurinn og bláber eru full af andoxunarefnum. 3/4 bollar + 2 msk heilhveiti 3/4 bollar hveiti 1 1/2 tsk lyftiduft 1/2 tsk matarsódi 1/4 tsk salt 1 tsk kanill 1 bollar + 2 msk haframjöl 1 stórt egg 2 eggjahvítur 1/2 […]