Sykursýki

Fræðsluefni, uppskriftir og fleira
Greinar

Er ég með sykursýki af því að ég borðaði of mikið af sætindum?!

Sykursýki er að verða mun algengari um allan heim og sérstaklega í Norður-Ameríku. Þú gætir verið með hana eða einhver sem þú þekkir. Árið 2015 voru um 3,4 milljónir Kanadabúar með sykursýki, eða einn af hverjum níu.

Þú ættir ekki að vera hissa á því að heyra að sykursjúkir ættu að takmarka hversu mikinn sykur þeir borða, sérstaklega þar sem nafnið “diabetes mellitus” þýðir “óhófleg þvaglát sæts þvags” á grísku. En er það að borða of mikinn sykur það sem veldur því að þvagið verður sætt og blóðsykurinn skýst upp?

Svarið er já og nei. Líkaminn er flókinn og vandamál eru nánast aldrei útskýrð með einfaldri “1 + 1 = 2” jöfnu.

Brjótum niður rökfræðina á bakvið sykursýki til að skilja betur hverjir raunverulegu sökudólgarnir eru. Það eru tvær aðal tegundir af sykursýki:

Sykursýki 1

Sykursýki 1 er sjálfsónæmissjúkdómur, sem þýðir að ónæmiskerfið ræðst á sig sjálft. Ónæmiskerfið mistúlkar venjulegar insúlínframleiðandi frumur úr brisinu sem “vondu kallana” og eyðir þeim. Við þurfum insúlín til að senda boð til frumanna okkar um að við höfum borðað mat og það sé núna sykur í blóðinu sem þær ættu að nota sem orkugjafa. Án insúlíns byrjar sykurinn að hringsóla í blóðinu án þess að vita hvert á að fara. Hann byggist upp í blóði og þvagi.

Eins og með marga sjálfsónæmissjúkdóma þá vitum við ekki nákvæmlega hvað veldur sykursýki 1, en það er blanda af erfðum og umhverfisþáttum, til dæmis vírusum. Flestir með sykursýki 1 greinast með hana sem börn.

Sykursýki 2

Þróun á sykursýki 2 er mjög frábrugðin sykursýki 1 og mun algengari. Hún er meiri “lífsstílssjúkdómur” og tengist mataræði, streitustigi, hreyfingu og einnig erfðum. Offita er ein af aðal orsökum sykursýki 2. Að bera mikið af auka þyngd getur dregið úr insúlínnæmi líkamans (insúlínþol), sem mun að lokum skerða getu brissins til að framleiða nóg insúlín. Þetta leiðir til svipaðs ástands og sykursýki 1, þar sem sykurmagn í blóði og þvagi er stöðugt hátt. Að lokum þróast sykursýki þar sem líkaminn hefur ekki undan við að reyna að lækka blóðsykurinn.

Er sykur vondur?

En er of mikið af sykri um að kenna? Nú komum við aftur að “já og nei” svarinu. Þvert á við það sem þú gætir hafa heyrt, þá er sykur ekki eitur og smá sykur er ekki skaðlegur. Líkami okkar kann að vinna úr honum. En það er án efa of mikill sykur, sérstaklega sykur í mikið unnu formi í meðal vestrænu mataræði. Hann er ekki bara í sætindum eins og ís og smákökum, heldur er honum líka bætt við í morgunkorn, sósur (sérstaklega tómatsósu), dressingar og næstum allar pakkaðar vörur sem þú getur ímyndað þér.

Vandamálið er ekki bara sykurinn sjálfur heldur það að borða alltof mikið af kaloríum sem leiðir til ofþyngdar. Þetta getur gerst við það að borða of mikið af kaloríum úr fitu og próteini líka, en sykraðar vörur geta verið ávanabindandi og gera okkur líklegri til að borða eða drekka of mikið af þeim.

Ef þú færð sykursýki þá fá sykur og kolvetni alla athyglina því þau hafa bein áhrif á blóðsykurinn. En til að koma í veg fyrir og til að stjórna sykursýki þá er það allt mataræðið sem skiptir máli en ekki bara það að forðast sætindi.

 

Grein þýdd með leyfi höfundar (Dean Yuan) frá Yumitrition.