Sykursýki

Fræðsluefni, uppskriftir og fleira
Uppskriftir

Grillað kjúklingasalat með appelsínum

Ferskt og gott kjúklingasalat fyrir 4. Ef þið eigið ekki grill þá er hægt að nota grillpönnu.

1/3 bolli appelsínusafi
2 msk sítrónusafi
3 msk jómfrúarólífuolía
1 msk Dijon sinnep
2 hvítlauksgeirar, kramdir
1/4 tsk salt, smakkið til
ferskt malaður pipar, smakkið til
450 gr kjúklingabringur (ca 2 bringur)
1/4 bolli pistasíuhnetur eða skornar möndlur, ristaðar
8 bollar (140 gr) salatmix, skolað og þerrað
1/2 bolli rauðlaukur, smátt skorinn
2 meðalstórar appelsínur, flysjaðar og skornar í litla bita

————————————————————————————–

1. Setjið appelsínusafann, sítrónusafann, olíuna, sinnepið, hvítlaukinn, saltið og piparinn í litla skál or hrærið öllu vel saman. Takið frá 1/3 bolla til að nota sem dressingu yfir salatið og 3 msk til að ausa yfir kjúklinginn.

2. Setjið restina af dressingunni í grunna skál eða ziplock poka. Bætið kjúklingnum við og sjáið til þess að dressingin þekji allan kjúklinginn. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið marinerast í ísskáp í amk 20 mínútur upp í allt að 2 tíma.

3. Hitið grillið að meðalhita. Takið kjúklinginn úr marineringunni og hendið henni. Grillið kjúklinginn og ausið fráteknu marineringunni (3 msk) yfir öðru hverju. Grillið þar til kjúklingurinn er orðinn vel eldaður eða þar til kjöthitamælir sýnir 75°C í þykkasta hlutanum af bringunum. Þetta ætti að taka 4-6 mínútur á hverri hlið. Ef þið eruð með grillpönnu þá myndi ég sleppa að ausa marineringunni yfir því hún festist bara við pönnuna. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn færið hann þá á skurðarbretti og látið standa í 5 mínútur.

4. Á meðan: þurrristið möndlurnar (eða pistasíuhneturnar) á lítilli pönnu á lágum-meðalhita og hrærið stöðugt í 2-3 mínútur. Setjið í skál og látið kólna.

5. Setjið salatmixið og laukinn í stóra skál. Hellið dressingunni (1/3 bolli) yfir og blandið vel. Setjið salatið á 4 diska. Skerið kjúklinginn og dreifið yfir salatið. Setjið appelsínubitana yfir og stráið að lokum möndlunum (eða pistasíuhnetunum) yfir.

Næringarupplýsingar fyrir einn skammt:
331 kaloría, 30 gr prótein, 18 gr kolvetni, 5 gr trefjar, 16 gr samtals fita, 3 gr mettuð fita, 68 mg kólesteról, 290 mg sódíum