Sykursýki

Fræðsluefni, uppskriftir og fleira
Mataræði

Mega sykursjúkir borða súkkulaði?

Ef þú ert með sykursýki þá mátt þú borða hvað sem er, en þó hugsanlega ekki í því magni sem þú myndir vilja – m.a. súkkulaði. Sumar tegundir af súkkulaði, eins og dökkt súkkulaði, hafa jafnvel góð áhrif á heilsuna en þó þarf að neyta þess í hófi. Skammtastjórnun er lykilatriði við að njóta matar eins og súkkulaðis. Dökkt súkkulaði er ríkt af efninu polyphenol, en það er plöntuefni sem virkar sem andoxunarefni og getur komið í veg fyrir hjartasjúkdóma og lækkað blóðsykursgildi.

Tegundir af súkkulaði

Mismunandi tegundir af súkkulaði hafa misgóð áhrif á heilsuna. Þegar kemur að mat sem inniheldur hátt hlutfall af einföldum kolvetnum, þá er minna betra ef þú hefur sykursýki. Dökkt súkkulaði inniheldur meira kakó og minni sykur en mjólkursúkkulaði, þannig að þú getur borðað örlítið meira af því. Fyrir dökkt súkkulaði þá gildir að því hærri sem kakóprósentan er, því betra er það fyrir þig. Leitaðu að dökku súkkulaði með a.m.k. 70% kakóhlutfalli. Hvítt súkkulaði inniheldur ekkert kakó og inniheldur meira af kaloríum og mettaðri fitu heldur en dökkt eða mjólkursúkkulaði.

Hugsanlegur ávinningur

Í ítalskri rannsókn frá 2005 var fylgst með heilbrigðu fólki sem borðuðu dökkt súkkulaði í sjö daga. Þeir höfðu höfðu minnkað insúlínviðnám ásamt lægri blóðþrýsting. Insúlínviðnám takmarkar upptöku glúkósa til frumanna sem veldur hærri blóðsykri. Þeir sem borðuðu hvítt súkkulaði reyndust ekki vera með lækkaðan blóðþrýsting eða insúlínviðnám.

Í breskri rannsókn frá 2010 var gerð tilraun á sykursjúkum sem borðuðu dökkt súkkulaði í 16 vikur. Þeir reyndust vera með lækkað heildarkólesteról og hækkað “gott kólesteról”.

Kolvetnatalning

Þegar þú ert með sykursýki þá verður það að borða svolítið reikningsdæmi. Að telja kolvetnamagnið sem þú borðar daglega getur hjálpað þér að halda blóðsykrinum góðum. Læknir og næringarfræðingur geta aðstoðað við að skipuleggja mataræði sem gerir ráð fyrir einföldum kolvetnum daglega. Magnið mun ekki alltaf vera eins, það fer eftir blóðsykrinum og hversu mikið þú hreyfir þig. Meirihlutinn af kolvetnunum ætti að koma frá flóknum kolvetnum því þau hjálpa til við að viðhalda góðum blóðsykri. Magnið af einföldum kolvetnum í súkkulaði er mismunandi, frá 15 gr per únsu fyrir mjólkursúkkulaði, 14,8 gr í hvítu súkkulaði og kringum 12,5 gr per únsu í dökku súkkulaði.

Er súkkulaði fyrir sykursjúka betra fyrir mig?

Almennt talað þá er súkkulaði fyrir sykursjúka gert með því að skipta út hluta eða öllum sykrinum fyrir annað sætuefni, eins og pólýól (sykuralkóhól), maltítól og sorbitól. Pólýól geta haft laxerandi áhrif og ættu þar af leiðandi ekki að neita í miklu magni. Áhrif pólýóla geta verið mismunandi milli fólks. Súkkulaði fyrir sykursjúka inniheldur oft jafnmikla fitu og venjulegt súkkulaði og oft verri fitu – mettaða og transfitu. Það inniheldur jafnmikið af kaloríum, jafnvel meira en venjulegt súkkulaði. Það er líka dýrara.

Áhættur

Að sjá súkkulaði sem hollustu getur freistað þig til að borða meira af því en þú ættir að gera. Hvítt súkkulaði gæti haft einhver góð áhrif á heilsuna en það að borða of mikið veldur þyngdaraukningu, áhættumesta þættinum fyrir sykursýki 2. Dökkt súkkulaði inniheldur líka mettaða fitu sem getur hækkað kólesteról. Að borða 200 gr af dökku súkkulaði án þess að sleppa einhverju öðru úr mataræðinu myndi bæta við 1400 kaloríum á viku. Yfir eitt ár þá myndir þú þyngjast um 9 kg, þar sem það þarf 3500 kaloríur til að þyngjast um eitt pund (450 gr).

Njóttu þess að fá þér vandað súkkulaði af og til, en taktu gæði framyfir magn.