Sykursýki

Fræðsluefni, uppskriftir og fleira
Uppskriftir

Sykurlitlar bollakökur

Bollakökur sem maður fær í bakaríum eru svo dísætar að ég á erfitt með að fá mér þannig lengur. Kolvetnamagnið fyrir eina þannig er oft álíka mikið og ég er að borða í heilli máltíð. Þá er betra að baka sjálfur og vita nákvæmlega hvað fer í kökurnar. Þessar eru góðar og setja blóðsykurinn ekki alveg í rugl.

220 gr heilhveiti eða blandað gróft og fínt spelthveiti til helminga
2 tsk vínsteinslyftiduft
1 dl ósætt kókosmjöl
1/2 tsk sjávarsalt
170 gr kókosolía eða smjör (á að vera við stofuhita en ekki brædd)
1 dl hrásykur eða Erythritol
2 stór egg
2 stórar eggjahvítur
150 ml kókosmólk
1 1/3 tsk vanilluextrakt eða dropar

Krem:
150 gr rjómaostur
100 gr smjör, mjúkt
1 tsk vanilluextrakt eða dropar
1 tsk sítrónusafi
2 msk agavesýróp eða lífrænt hunang
(ég bætti við nokkrum dropum af kókosstevíu líka)

———-

Hitið ofninn í 180°C.

Blandið saman heilhveiti, vínteinslyftidufti, kókosmjöli og salti í skál og hrærið aðeins með skeið.

Setjið hrásykur og kókosolíu/smjör í hrærivélarskál og hrærið vel þar til deigið hefur náð vel saman og er orðið svolítið létt í sér. Hrásykur og smjör verða ljósari og léttari í sér þegar kókosolía er notuð en hvort tveggja virkar vel.

Blandið einu og einu eggi og eggjahvítum saman við og hrærið í á milli.

Hrærið kókosmjólk varlega saman við í mjórri bunu. Bætið svo vanillu saman við.

Setjið síðan þurrefnin úr hinni skálinni saman við í þremur skömmtum og hrærið á milli. Þegar þetta er komið saman er deigið tilbúið að setja í form.

Deigið ætti að passa í um 15 múffuform.

Bakið í um 20 mínútur þar til kökurnar eru gullinbrúnar. Stingið gaffli í eina kökuna og ef hann kemur hreinn út eru kökurnar tilbúnar.

Krem:
Blandið öllu vel saman þar til slétt.

 

Næringarupplýsingar fyrir 1 bollaköku, 14 skammtar í uppskrift:
292 kaloríur, 24 gr samtals fita, 170 mg sódíum, 112 mg pótassíum, 16 gr kolvetni, 4 gr trefjar, 2 gr sykur, 5 gr prótein