Gerir 8 pítur (einn pítuhelmingur er einn skammtur)
250 gr magurt nautahakk
1 lítill laukur, smátt skorinn
1 stór hvítlauksgeiri, kraminn
2 tsk chili duft
2 tsk hveiti
1/2 tsk þurrkað oregano
1/2 tsk cumin
smá cayanne pipar
1/2 bolli nautasoð með litlu salti
1 dós (540 ml) svartar baunir eða rauðar nýrnabaunir, skolið og sigtið
4 stk 18 cm heilhveiti pítur, skornar í tvennt (ég notaði nú bara þunnar pítur og borðaði heila þannig)
Salsa, kál, tómatar, paprika, rifinn mozzarella eða fitulítill Cheddar ostur
Steikið hakkið á meðalháum hita í 4 mínútur eða þar til það er ekki lengur bleikt. Setjið hakkið í sigti til að sigta fituna frá og setjið svo aftur á pönnuna og lækkið hitann örlítið.
Bætið við lauk, hvítlauk, chili dufti, hveiti, oregano, cumin og cayanne pipar. Eldið í 5 mínútur eða þar til laukurinn er farinn að mýkjast og hrærið oft.
Bætið við soðinu og baununum, hrærið og eldið í 2 mínútur eða þar til baunirnar eru orðnar heitar.
Setjið hakkblönduna á píturnar ásamt salsa, káli, tómötum, papriku og osti.